Tenglar

5. febrúar 2012 |

Frjálsíþróttakrökkum í UDN boðið í Borgarfjörð

Varmaland í Borgarfirði.
Varmaland í Borgarfirði.

Ingimundur Ingimundarson í Borgarnesi stefnir að því að vera með frjálsíþróttabúðir á Varmalandi í Borgarfirði fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára núna eftir miðjan mánuðinn. Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) býður Ungmennasambandi Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) að vera með í þessum æfingabúðum en Umf. Afturelding í Reykhólahreppi er innan vébanda UDN. Verið er að kanna hver þátttakan gæti orðið og áhugasamir beðnir að láta vita af sér í síðasta lagi núna á þriðjudag.

 

Þetta yrði sólarhringur, komið að Varmalandi eftir hádegi föstudaginn 17. febrúar og verið fram að hádegi daginn eftir. Auk ungmenna frá UMSB og UDN verða þátttakendur frá Héraðssambandi Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu (HSH).

 

Óljóst er með kostnað en honum verður haldið í lágmarki. Leiðbeinendur verða frá UMSB og sennilega HSH.

 

Áhugasamir hafi samband í síðasta lagi þriðjudaginn 7. febrúar: Hanna Sigga (847 9598, hannasigga@audarskoli.is) eða Finnbogi (897 9603).

 

Stjórn Umf. Aftureldingar í Reykhólahreppi hvetur börn og unglinga í héraðinu eindregið til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30