Tenglar

22. ágúst 2012 |

Frumkvöðla- og tæknisetur í bígerð á Reykhólum

Sigmar B. Hauksson verður fulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í nýskipuðum þriggja manna undirbúningshópi vegna stofnunar frumkvöðla- og tækniseturs á Reykhólum. Auk hans eiga þar sæti Andrea Björnsdóttir oddviti og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri af hálfu Reykhólahrepps. Ráðunautur þeirra verður dr. Janka Zalesakova í Bratislava í Slóvakíu, sem á sínum tíma átti hugmyndina að heilsuhóteli á Reykhólum.

 

Dr. Zalesakova (sjá hér og hér) og eiginmaður hennar hafa unnið að rannsóknum á virkum efnum í þara. Þau eru komin með nokkrar hugmyndir til frekari rannsókna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem síðan er ætlunin að vinna með á Reykhólum. Arna Lára Jónsdóttir verkefnisstjóri á starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar á Ísafirði mun aðstoða við að ýta verkefninu úr vör.

 

Ákvörðun um stofnun undirbúningshópsins var tekin í síðustu viku á fundi fulltrúa Reykhólahrepps með Þorsteini Inga Sigfússyni, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Sigmari B. Haukssyni.

 

„Þetta er mjög spennandi fyrir okkur og vonandi getur það orðið að einhverju stóru,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31