Tenglar

14. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson

Frumvarp um nýtingu þörunga lagt fram á ný

Þangfjara við Berufjörð
Þangfjara við Berufjörð

Stoðunum verður kippt undan lífríkinu ef of mikið er tekið af þörungum úr sjó. Þetta segir forstöðumaður rannsóknaseturs á Snæfellsnesi, einn þeirra sem hafa gagnrýnt frumvarp um nýtingu á sjávargróðri. Frumvarp um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og nýtingu sjávargróðurs í atvinnuskyni var eitt þeirra frumvarpa sem ekki voru afgreidd á síðasta löggjafarþingi en engin lög eru til um nýtingu sjávargróðurs.

 

Margar athugasemdir 

 

Samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuvegaráðuneytinu stendur til að leggja frumvarpið fram á ný en fjölmargar athugasemdir bárust við það sem var tekið fyrir hjá atvinnuveganefnd síðasta haust. Til að mynda að fella ætti sjávargróður innan netalaga sem tilheyra landeigendum undir lögin og þá hefur Þörungaverksmiðjan á Reykhólum lagt áherslu á koma lögum á sem fyrst, því nú sé boðið upp á óhefta nýtingu á sjávargróðri. Tvö önnur fyrirtæki áforma slíka nýtingu í Breiðafirði.

 

Fiskveiðar hafi önnur áhrif en þörungatekja

 

Forstöðumaður rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hefur áhyggjur af því að með frumvarpinu sé verið að heimfæra fiskveiðar yfir á þörungatekju: „Fiskur er ofarlega í fæðukeðjunni og það er hægt að taka hann án mikilla afleiðinga en þörungarnir eru svo neðarlega í fæðukeðjunni svo að ef þeir eru teknir og tekið of mikið af þeim þá er undirstöðunni úr lífríkinu kippt undan,“ segir Jón Einar Jónsson, forstöðumaður rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi.

 

Margir hafa hagsmuna að gæta

 

Samkvæmt frumvarpinu á Hafrannsóknastofnun að meta magn klóþangs- og þara en ekki er gert ráð fyrir rannsóknum á vistkerfinu í heild. Jón Einar telur mikilvægt að sett séu ströng skilyrði fyrir sjálfbærri nýtingu og gagnrýnir að frumvarpið hafi einungis verið tekið fyrir í atvinnuveganefnd þingsins, það eigi erindi við fleiri nefndir: „Það eru mikið af sjónarmiðum í þessu og miklir hagsmunir, það eru hagsmunir landeigenda, það eru hagsmunir sjávarútvegs, það eru hagsmunir ferðaþjónustu og svo auðvitað hagsmunir lífríkisins. Að tækla þetta mál krefst yfirlegu, það krefst þverfaglegrar vinnu og það krefst gríðarlega góðs undirbúnings,“ segir Jón Einar.                                                                                                                                              Af ruv.is


 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30