Tenglar

28. apríl 2009 |

Fuglanámskeið á Hólmavík

Heiðlóa á sumardegi.
Heiðlóa á sumardegi.

Námskeið um fugla, bæði íslenska varpfugla og farfugla sem fara hér um, verður haldið í Þróunarsetrinu á Hólmavík á laugardag, 2. maí, frá kl. 10 til 16. Farið verður í greiningar á nokkrum tegundum, búsvæði fuglanna og hvar og hvenær ákveðnar tegundir er best að sjá. Einnig verður farið yfir stofnstærðir ákveðinna tegunda, lög, reglur og alþjóðlegar samþykktir. Að lokum verður farið í vettvangsferð á Hólmavík eða í nágrenninu. Leiðbeinandi verður Böðvar Þórisson náttúrufræðingur á Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík.

 

Námskeiðið er einkum ætlað fólki í ferðaþjónustu sem tekur á móti gestum sem áhuga hafa á fuglum og fuglaskoðun, en allir eru velkomnir. Námskeiðsgjald er kr. 9.900. Þátttakendur þurfa að hafa með sér kíki og minnisbók og einnig mega þeir sem eiga hafa með sér gps-tæki.

 

Þegar hefur náðst næg þátttaka en búið er að framlengja skráningarfrestinn til fimmtudags svo að fleiri geti verið með. Skráning hér eða hjá Stínu í síma 867 3164.


Fræðslumiðstöð Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30