Tenglar

8. mars 2016 |

Full ástæða til bjartsýni

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Full ástæða er til bjartsýni eftir upplýsandi og fróðlegan fund um framtíðarsýn raforkumála á Vestfjörðum, sem haldinn var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í gær. Fram kom almenn samstaða um að vinna að framgangi virkjanakosta. Og athyglisvert er, að svo virðist sem þeir möguleikar til virkjana sem næstir eru okkur í tíma séu býsna óumdeildir. Það er auðvitað ekki sjálfsagt að svo sé þegar um virkjanamál er að ræða, eins og við þekkjum, og er því mikið fagnaðarefni.

 

Þannig hefst grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og þingmaður NV-kjördæmis, sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér að ofan. Lokaorðin eru þessi:

 

Þó sannarlega sé það rétt að við erum ekki komin á leiðarenda í þessu máli er ekki annað hægt að segja en að mál hafi þokast vel áfram veginn á allra síðustu misserum. Umtalsverðir virkjanakostir eru í undirbúningi, rannsóknir standa yfir sem gefa jákvæðar vísbendingar og niðurstöður. Fjárfestar eru komnir að verkefninu. Allt stefnir í að með staðsetningu tengipunkts verði þessar virkjanaframkvæmdir arðbærar og framleiði rafmagn langt umfram núverandi þarfir Vestfirðinga. Möguleikar eru því að opnast á að laða hingað viðbótar atvinnustarfsemi sem getur snúið við neikvæðri byggðaþróun.

 

Grein Einars Kristins má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30