8. október 2019 | Sveinn Ragnarsson
Fundur í Stykkishólmi í dag kl. 18
Í dag verður haldinn íbúafundur um fyrirhugaða rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi. Stykkishólmsbær á nú í viðræðum við kanadíska fyrirtækið Acadian Seaplants varðandi frekari framvindu í þeim málum, líkt og ráðgjafarnefnd vegna málsins lagði til í skýrslu sinni.
Fundurinn verður haldinn í Amtsbókasafni Stykkishólms þriðjudaginn, 8. október, og hefst kl. 18:00.