Tenglar

7. október 2011 |

Fundur um flutning hreindýra á Vestfirði

Hreindýrskálfur í Kálfanesborgum. Ljósm. strandir.is.
Hreindýrskálfur í Kálfanesborgum. Ljósm. strandir.is.

Skotveiðifélag Íslands efnir til fundar á Café Riis á Hólmavík kl. 14 á morgun, laugardag. Fundarefnið er „Hreindýr á Vestfirði“ en hópur stuðningsmanna þess málefnis hefur verið áberandi síðustu misseri. Frummælendur eru Davíð Ingason og Sigmar B. Hauksson. Þar verður fjallað um lífsskilyrði hreindýra, hættu á smitsjúkdómum og jafnframt um fjárhagslegan ávinning. Fundurinn er öllum opinn og í lok hans verða almennar umræður.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum strandir.is. Með þeirri frétt eru myndir þar sem hreindýrskálfi hefur verið skeytt inn á myndir frá Árneshreppi á Ströndum og frá Hólmavík. Í síðara tilvikinu er kálfurinn að spóka sig í Kálfanesborgum, sem telja verður þokkalega viðeigandi.

 

Margt hefur verið birt hér á vef Reykhólahrepps um hreindýramálin síðustu misseri. Tenglar í það velflest eru hér fyrir neðan.

 

26.07.2011  Hreindýr á Vestfirði - Skotvís vill rannsóknir

10.05.2011  Gerólíkar skoðanir varðandi hreindýr á Vestfjörðum

12.04.2011  Hreindýr: „Hætta á óbætanlegu tjóni“

12.04.2011  Hreindýr á nefndafundum í Reykhólahreppi

24.01.2011  Villisvín, sauðnaut, lamadýr og mörgæsir á Vestfirði?

23.11.2010  Hreindýr á Vestfirði

 

Skotveiðifélag Íslands - landssamtök um skynsamlega skotveiði.

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, fimmtudagur 19 aprl kl: 09:50

Góð og þörf umræða um vegsauka í ferðamanna þjónustunni....Væri ekki nær að setja upp Hreindýrasetur á Vestfjörðum .....heldur en Tófusetur??? Fátt er meira gefandi en að sjá farfuglana mæta til að segja okkur að nú sé komin ný árstíð....kanski eru þessir árvissu gestir miklu meiri hugsuðir um land og þjóð heldur en við mannfólkið....Refaveiðar og útrýming vargfugls hefur verið og verður okkar hornsteinn að ferðamensku á Vestfjörðum....verður okkur að vopni sem fullvalda landshluti sem getur svo útdeilt afþreyingu á vitræan hátt...kanski að okkur auðnist að verða stór landshhluti meðal þjóða ....kanski fáum við tækifæri til að vera án valdsnýðslu fárra stofnana einstaklinga í 101 Reykjavík....kanski fáum við að njóta þess að samgöngur okkar landshluta..séu ekki litaðar af heimsku heimskara manna? Eftirlits-stofnana gleði stjórnvalda er að hamla framþróun í ferðamensku....nærtækasta dæmið er nýafstaðin fundur ferðamála á Vestfjörðum...þar er sagt að sveitarfélögin standi í vegi fyrir að eitthvað sé gert...Nú spyr ég....vorum við að kjósa einstaklinga til setu í sveitastjórn...til þess eins að hugsa um eigið rassgat ...og hafa ekki hugmynd um hvað veröldin snýst???

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31