21. október 2020 | Sveinn Ragnarsson
Fundur um framtíð Breiðafjarðar 27. okt.
Breiðafjarðarnefnd hóf fræðslufundaröð um framtíð Breiðafjarðar á Snæfellsnesi í byrjun árs. Nefndin hefur ítrekað þurft að fresta fyrirhuguðum fundum í Dalabyggð, Reykhólahrepp og Vesturbyggð vegna aðstæðna í samfélaginu.
Nú býður nefndin íbúum þessara sveitarfélaga á rafrænan fræðslufund. Vegna þess er skráning nauðsynleg á breidafjordur@nsv.is. Þátttakendur fá tengil á fundinn sendan í pósti.
Dagskrá:
Erla Friðriksdóttir, formaður Breiðafjarðarnefndar,
Vinna Breiðafjarðarnefndar
Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands,
Sérstaða og framtíð Breiðafjarðar
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar,
Snæfellingar og þjóðgarðurinn
Fyrirspurnir og umræður
Munið að skrá ykkur!