20. janúar 2015 |
Fundur um samskipti barna
Foreldrafundur um samskipti barna verður haldinn á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps í skólanum á Reykhólum kl. 19.30 núna á fimmtudag, 22. janúar. Krakkarnir í Reykhólaskóla hafa hjálpað til við undirbúning fundarins. Hann er liður í þemamánuði tómstundastarfsins í skólanum, sem snýr að samskiptum. Börnin fá svo sambærilegan fyrirlestur viku síðar.
Vonandi sjáið þið ykkur fært að mæta, sjáumst hress á fimmtudaginn, segir Jóhanna Ösp, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Reykhólahrepps.