7. mars 2018 | Sveinn Ragnarsson
Fyrir skíðaáhugafólk, Strandagangan 10. mars
Strandagangan er almenningsganga fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna og er hluti af Íslandsgöngumótaröðinni. Þetta er 24. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin árið 1995.
Gangan fer fram á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal á Ströndum.