Tenglar

25. maí 2020 | Sveinn Ragnarsson

Fyrirhuguð framkvæmd í Flatey - auglýsing

mynd, Vegagerðin
mynd, Vegagerðin

Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi til Reykhólahrepps skv. 13. mgr. skipulagslaga 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um leyfi til framkvæmda við gerð sjóvarnar í Flatey.

 

Verkið felur í sér byggingu á sjóvörn við gamla þorpið á um 30 metra kafla og er áætlaður verktími um tvær vikur.

Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð fyrir Flatey og er m.a. að hluta til innan 15 metra verndarsvæðis við Stóragarð sem er friðað mannvirki.

 

Samkvæmt 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvædina.

 

Málsgögn munu liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps í stjórnsýsluhúsinu að Maríutröð á Reykhólum sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.Reykholar.is.

 

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er nú gefinn kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi eða á netfangið skipulag@dalir.is í síðasta lagi þann 15. júní 2020.

 

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

 

Fylgiskjöl má sjá hér og hér, einnig í Tilkynningar hér neðst 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31