Tenglar

23. október 2012 |

Fyrirlestur og umræður um netfíkn

Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur.
Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur.

Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur heldur fyrirlestur um netfíkn í Félagsheimilinu á Hólmavík annað kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst hann kl. 19.30. Þar fjallar hann um hættur internetsins, hverjir séu í hættu að „ánetjast“ því, hver einkenni ofnotkunar eru, hvað hún getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk geta gert til að fyrirbyggja vandann og takast á við hann.

 

Eftir fyrirlesturinn verða umræður og fyrirspurnir. Allir áhugasamir - foreldrar, börn, unglingar, ömmur og afar - eru hvattir til að koma á fyrirlesturinn.

 

Enginn aðgangseyrir. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar gengst fyrir fyrirlestrinum en Strandabyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Héraðssamband Strandamanna styrkja hann.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30