Tenglar

30. maí 2017 | Sveinn Ragnarsson

Fyrirlestur um súrnun sjávar

Verksmiðjurnar í Karlsey, Norður-salt og Þörungaverksmiðjan
Verksmiðjurnar í Karlsey, Norður-salt og Þörungaverksmiðjan

Hrönn Egilsdóttir flytur erindi á morgun, 31. maí, kl. 19:30 í matsal Reykhólaskóla, um rannsóknir á súrnun sjávar.

 

Hrönn starfar sem nýdoktor við Háskóla Íslands en hún lauk doktorsprófi í febrúar 2017. Aðalrannsóknarefni hennar er súrnun sjávar, sem er ein afleiðing óhóflegs útblásturs koldíoxíðs (CO2) út í andrúmsloft Jarðar. Doktorsritgerðin fjallaði um mikilvægi þess að skilja og rannsaka áhrif loftslagsbreytinga, og sér í lagi súrnunar sjávar, fyrir fjörusvæði, grunnsævi og djúpsævi. M.a. var Breiðafjörður rannsakaður m.t.t. árstíðabundins umhverfisbreytileika í sjó.

 

Í erindi sínu mun Hrönn fjalla um ástæður og afleiðingar súrnunar sjávar út frá stöðu þekkingar í dag. Þá mun hún færa rök fyrir því af hverju Breiðafjarðarsvæðið væri tilvalið rannsóknarsvæði svo auka mætti skilning á áhrifum hlýnunar sjávar og súrnunar sjávar er fram líða stundir. Að lokum verða kynntar rannsóknaráætlanir fyrir sumarið sem unnar verða í samstarfi við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. 

Athugasemdir

Maria Maack, rijudagur 30 ma kl: 17:01

Þap er líka mikilvægt að kíkja á hana Hrönn því hún mun sinna skoðun á því hvort hægt er að setja upp þróunar og þjónustusetur um þang og þörunga. Úr uppbyggingarsjóði fékkst svolítill styrkur til að taka saman htillögur, útfærslur og skipulag fyrir þekkingar-setur í kringum sjávarfangið sem hefur verið svo mikilvægt við að halda Reykhólum í bússandi byggð. Svo komið nú Reykhæolingar til að skyggnast inn í heim Breiðafjarðar og sjávarins sem við sækjum svo mikið til.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31