Tenglar

7. apríl 2012 |

Fyrirmálsfengi á Miðjanesi í Reykhólasveit

Herdís Erna með Þórgunni Rítu og eitt af lömbunum árbornu.
Herdís Erna með Þórgunni Rítu og eitt af lömbunum árbornu.
1 af 5

Það var lambhrútur sem lék á mig helvískur, segir Lóa á Miðjanesi um ástæður nokkuð snemmbúins sauðburðar þar á bæ. Gimbrarlamb leit dagsins ljós í gær og síðan tvílembingar í morgun, hrútur og gimbur. Hrúturinn ungi sem þessu olli stökk yfir milliverk eins og ekkert væri og staðfesti með því hið fornkveðna, að náttúrunni halda nánast engin bönd. Nokkrar fleiri ær eru komnar fast að burði af sömu völdum. Lóa segir að páskabörnunum á Miðjanesi þyki þetta nú ekkert leiðinlegt. Hjördís Dröfn dóttir hennar er þar núna með fjölskyldu sína auk þess sem fleiri krakkar hafa komið í heimsókn.

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Gústaf Jökull systursonur Lóu. Þar getur að líta Herdísi Ernu frá Hamarlandi konu hans og Þórgunni Rítu dóttur þeirra í fjárhúsinu.

 

Á Miðjanesi er liðlega hundrað fjár og þar af eiga mæðgurnar Herdís og Þórgunnur nokkrar kindur. Aðspurð um nöfnin á ánum nýbornu segir Lóa að núna í seinni tíð séu fénu ekki gefin nöfn eins og tíðkaðist hérlendis í þúsund ár heldur aðeins kennitölur. Svo hverful er heimsins dýrð.

 

Að ávöxtum æskubreka lambhrútsins spræka frátöldum hefst sauðburður á Miðjanesi eftir mánuð eða viku af maí.

 

Athugasemdir

Arnlín Óladóttir, sunnudagur 08 aprl kl: 01:14

Fátt er fallegra en lítil lömb í fangi lítilla barna. Gleður hjartað

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30