Tenglar

15. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Fyrirspurnir til sveitarstjórnar Reykhólahrepps

Eiríkur Jónsson
Eiríkur Jónsson

Eiríkur Jónsson, Grænhól á Barðaströnd og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands sendi í gær fyrirspurnir til sveitarstjórnar Reykhólahrepps vegna veglínuvals um Gufudalssveit:

 

Nú þegar fyrir dyrum stendur að taka afstöðu til þess hvar veglína Vestfjaðarvegar á að liggja vakna nokkrar spurningar sem sveitarstjórn Reykhólahrepps þarf að svara.

 

1. Hefur sveitarstjórn leitað sér lögfræðilegrar ráðgjafar/álits varðandi fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins ef til þess kemur að leiðin sem hún velur reynist dýrari en sú leið sem vegagerðin vill fara?

 

2. Hver er lögmaður/lögmannsstofa sveitarfélagsins?

 

3. Hefur sveitarfélagið haft eitthvað samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga (lögfræðisvið) varðandi þetta mál?

 

4. Hvaða verkfræði/jarðfræði/veðurfarsrannsóknir liggja að baki skýrslu þeirri sem notuð er sem rök fyrir svokallaðri R leið?

 

5. Er sveitarfelagið tilbúið að standa straum af þeim aukakosnaði sem kann að hljótast af verði svokölluð R leið fyrir valinu og ákveðið verði að krefja sveitarfélagið um greiðslu lögum samkvæmt?

 

6. Þar sem ljóst er að R leið er hvorki á áætlun Vegagerðarinnarar né þá heldur fjármögnuð spyr ég. Munu sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóri axla persónulega ábyrgð fari svo að vegalagning vestur á firði lendi á ís af tæknilegum og/eða fjármálalegum völdum, velji þeir R leið?

 

Með vinsemd og von um svör.

 

Eiríkur Jónsson

„Tómthúsabóndi“ á Grænhól

  

Athugasemdir

Jón Atli Játvarðarson, rijudagur 15 janar kl: 16:59

Mjög sérskennilegt innlegg í umræðuna eru þessar "lögfræðilegu" spurningar Eiríks. Fyrir mér eru þær hluti af hótunar-tilburðum sem beinast gegn skipulagsvaldi. En í þessu tilfelli mjög ósanngjarnar, þar sem Vegagerðin hefur ekki tekið sönsum.

Það er ein spurning í þessum arfaslöku þvingunar og hótunarglósum sem Eiríkur kallar spurningar, sem gaman er að skoða; Það er 4. spurningin og er ég alveg sérstaklega að velta fyrir mér, af hverju Eiríkur Jónsson beinir henni ekki frekar til Vegagerðarinnar. Þetta eru jú hlutir sem þarf að vinna eftir, þegar vegur er gerður.

Vegagerðin hefur staðið sig illa með því að fylla firðina af grjóti á brúarleiðunum og hræðist til dauða við að moka því rugli í burtu aftur svo að ekki þurfi að lengja brýrnar í það óendanlega til að eitthvað af fallastraumnum komist fram og til baka.

Það má segja að R leiðin sé bæði verkfræðilega og jarðfræðilega til að leysa Vegagerðina niður úr þröskuldabrúarruglinu, þar sem bæði er lokað fyrir fallastraum og bátaleiðir, einnig hafa brýrnar verið lengdar að óþörfu út af grjótþröskuldunum. Veðurfarsrannsóknir eru á pari við aðrar leiðir og gjarnan er ekki verra að vera á ferðinni i fjarðarmynni. Til dæmis Gilsfirði.

Eðvarð Hreiðarsson, rijudagur 15 janar kl: 21:32

Jón Atli, ég fæ ekki betur séð en að spurningar Eiríks séu ósköp eðlilegar og hlutlausar spurningar frá borgara til stjórnvalds, rétt eins og hjá Eiríki,hafa þessar spurningar einnig vakað í mínum huga, bæði hvað vestfjarðaveg og sundabraut varðar en þar hefur reykjvíkurborg væntanlega komið sér í þá aðstöðu að þurfa að borga kostnaðarmismun (virðist samt ríkja ótrúlega mikil þöggun um það) vegna nýrrar legu brautarinnar þegar þeir skipulögðu Geldinganes sem íbúabyggð.
Er það ekki borgaraleg skylda okkar að krefja stjórnvöld svara ef við óttumst að verið sé að fara illa með almanna fé, eða eigum við bara að stinga hausnum í sandinn og láta okkur nægja fréttamolarnir sem fjölmiðlarnir kasta í okkur.

Ingimar Ingimarsson, rijudagur 15 janar kl: 21:41

Svör við spurningum frá einum sveitarstjórnarmanni.

1. Við teljum okkur ekki þurfa lögfræði aðstoð varðandi kostnað sem fellur á sveitarfélagið. Reykhólasveitarvegur er á ábyrgð vegagerðarinnar, það er á ábyrgð vegagerðarinnar að vegir séu samkvæmt þeirra staðli. Það er Reykhólasveitarvegur ekki, hann féll á umferðaröryggismati vegagerðarinnar. Vegagerðin er því skyldug til að uppfæra hann, sama hvaða leið er valin. Þar er því ekki um aukakostnað að ræða.

2. Við höfum engan einn lögmann enda lítið sveitarfélag. En við höfum skipt við lögmannsstofuna Pacta sem sér t.d um persónuverndarmál hjá okkur.

3. Við erum yfirleitt í sambandi við fjölda sérfræðinga með öll mál, sérfræðingar sambands ísl sveitafélaga eru þar engin undantekning.

4. Flest gögn sem unnið hefur verið eftir koma frá vegagerðinni. Það er því eðlilegast að leita þangað eftir gögnum.

5. Vísa í svar 1.

6. Það er þegar búið að gera ráð fyrir fé í samgöngubætur á sunnanverðum Vestfjörðum. Það er ekkert annað en kúgun á okkur hér í Reykhólahrepp að setja málið þannig upp að aðeins ein leið sé fjármögnuð aðrar ekki. Það er ábyrgðarhluti að ríkisrekin þjónustustofnun skuli hóta og reyna að kúga Sveitarfélag til þess að fara eftir þeirra vilja. Þetta gerir vegagerðin þrátt fyrir að hafa verið marg rekin heim með tillögu um vegagerð í Teigskóg.

Kveðja Ingimar Ingimarsson oddviti Reykhólahrepps.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31