Fyrirspurnir til sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Eiríkur Jónsson, Grænhól á Barðaströnd og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands sendi í gær fyrirspurnir til sveitarstjórnar Reykhólahrepps vegna veglínuvals um Gufudalssveit:
Nú þegar fyrir dyrum stendur að taka afstöðu til þess hvar veglína Vestfjaðarvegar á að liggja vakna nokkrar spurningar sem sveitarstjórn Reykhólahrepps þarf að svara.
1. Hefur sveitarstjórn leitað sér lögfræðilegrar ráðgjafar/álits varðandi fjárhagslega ábyrgð sveitarfélagsins ef til þess kemur að leiðin sem hún velur reynist dýrari en sú leið sem vegagerðin vill fara?
2. Hver er lögmaður/lögmannsstofa sveitarfélagsins?
3. Hefur sveitarfélagið haft eitthvað samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga (lögfræðisvið) varðandi þetta mál?
4. Hvaða verkfræði/jarðfræði/veðurfarsrannsóknir liggja að baki skýrslu þeirri sem notuð er sem rök fyrir svokallaðri R leið?
5. Er sveitarfelagið tilbúið að standa straum af þeim aukakosnaði sem kann að hljótast af verði svokölluð R leið fyrir valinu og ákveðið verði að krefja sveitarfélagið um greiðslu lögum samkvæmt?
6. Þar sem ljóst er að R leið er hvorki á áætlun Vegagerðarinnarar né þá heldur fjármögnuð spyr ég. Munu sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóri axla persónulega ábyrgð fari svo að vegalagning vestur á firði lendi á ís af tæknilegum og/eða fjármálalegum völdum, velji þeir R leið?
Með vinsemd og von um svör.
Eiríkur Jónsson
„Tómthúsabóndi“ á Grænhól
Jón Atli Játvarðarson, rijudagur 15 janar kl: 16:59
Mjög sérskennilegt innlegg í umræðuna eru þessar "lögfræðilegu" spurningar Eiríks. Fyrir mér eru þær hluti af hótunar-tilburðum sem beinast gegn skipulagsvaldi. En í þessu tilfelli mjög ósanngjarnar, þar sem Vegagerðin hefur ekki tekið sönsum.
Það er ein spurning í þessum arfaslöku þvingunar og hótunarglósum sem Eiríkur kallar spurningar, sem gaman er að skoða; Það er 4. spurningin og er ég alveg sérstaklega að velta fyrir mér, af hverju Eiríkur Jónsson beinir henni ekki frekar til Vegagerðarinnar. Þetta eru jú hlutir sem þarf að vinna eftir, þegar vegur er gerður.
Vegagerðin hefur staðið sig illa með því að fylla firðina af grjóti á brúarleiðunum og hræðist til dauða við að moka því rugli í burtu aftur svo að ekki þurfi að lengja brýrnar í það óendanlega til að eitthvað af fallastraumnum komist fram og til baka.
Það má segja að R leiðin sé bæði verkfræðilega og jarðfræðilega til að leysa Vegagerðina niður úr þröskuldabrúarruglinu, þar sem bæði er lokað fyrir fallastraum og bátaleiðir, einnig hafa brýrnar verið lengdar að óþörfu út af grjótþröskuldunum. Veðurfarsrannsóknir eru á pari við aðrar leiðir og gjarnan er ekki verra að vera á ferðinni i fjarðarmynni. Til dæmis Gilsfirði.