Tenglar

14. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Fyrirtæki í Stykkishólmi byrjað á útflutningi á þara

Fleiri hyggja að þaranytjum en Reykhólabúar. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá starfi og áformum fyrirtækis í Stykkishólmi sem byrjað er á útflutningi á þara. „Matvælafyrirtækið Íslensk bláskel og sjávargróður (ÍB&S) í Stykkishólmi þróar vörulínu úr þara og hefur þegar hafið tilraunaútflutning í smáum stíl til þriggja landa. Matís, sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, telur mikla möguleika felast í þaravinnslu, en alþjóðlegir markaðir eru stórir bæði fyrir matvæli og nýtingu þara í lyfjaiðnaði,“ segir í blaðinu.

 

  • Símon Sturluson, einn eigenda, segir að þaravinnslan hafi fyrst komið til sem aukageta með skelræktun fyrirtækisins.
  • „Þetta er smátt í sniðum ennþá. Þetta er tilraunaútflutningur til þriggja landa í augnablikinu; Danmerkur, Noregs og Spánar. Þarinn er yfirleitt seldur þurrkaður enda er það langbesta geymsluaðferðin,“ segir Símon og bætir við að markaðurinn fyrir þaraafurðir sé mjög stór.
  • Símon segir engan vafa á að tækifærin til þaravinnslu í Breiðafirði séu mikil vegna þess að mikið af góðu hráefni sé til staðar og ekki síður vegna hreinleika náttúrunnar. Ekki skemmi heldur fyrir að Snæfellsnes sé umhverfisvottað samfélag; allt hjálpist þetta að.
  • „Kaupendur vörunnar líta mjög til þessa og vilja okkar vöru þó að hún sé nokkru dýrari en til dæmis á Írlandi.“ ÍB&S hefur nú fimm starfsmenn í vinnu yfir sumarið við þaravinnslu og er unnið úr nokkrum tugum tonna árlega.
  • Haraldur Hallgrímsson, sviðsstjóri nýsköpunar- og neytendasviðs Matís, segir að þari hafi um langan tíma verið matvara, sérstaklega í Asíulöndum, en eitthvað hafi gerst í Evrópu, og þá ekki síst á Íslandi, sem hafi orðið þess valdandi að neyslan minnkaði verulega. Nú hafi þetta breyst og megi horfa til japanskrar matarmenningar, sem njóti síaukinna vinsælda, sem hluta skýringarinnar.

 

(Glefsur úr mun ítarlegri umfjöllun í Fréttablaðinu 14. janúar 2013).

 

Sjá einnig:

► 10.12.2012 Reykhólar: Umsvifin ættu að geta margfaldast

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31