Tenglar

13. desember 2008 |

Fyrri íbúðin í parhúsinu við Hólatröð tekin í notkun

Hólatröð 1-3 á Reykhólum. Í baksýn eru prestshúsið og læknishúsið gamla.
Hólatröð 1-3 á Reykhólum. Í baksýn eru prestshúsið og læknishúsið gamla.
1 af 7

Fyrri íbúðin í nýja parhúsinu að Hólatröð 1-3 á Reykhólum var afhent Reykhólahreppi fyrir stuttu og fór strax í útleigu. Hólatröð er nýr götustúfur samhliða vestasta hluta Hellisbrautar að ofanverðu, eins og glöggt má sjá á myndunum. Byggjandi hússins er fyrirtækið Þrjú ehf., sem er í eigu þeirra Bjarka Þórs Magnússonar og Eyglóar Kristjánsdóttur á Reykhólum. Reykhólahreppur keypti íbúðina að Hólatröð 1 (austurhluti hússins) rúmlega fokhelda á 15,7 milljónir króna en viðbótarsamningur um að fullgera íbúðina með grófjafnaðri lóð hljóðar upp á 6,2 milljónir, þannig að heildarverðið er 21,9 milljónir. Eftir er að ljúka húsinu að utan og bílskúr er ekki alveg tilbúinn ennþá.

 

Jafnframt hefur verið ákveðið að Reykhólahreppur kaupi íbúðina í vesturhluta hússins rúmlega fokhelda á sama verði og hina eða á 15,7 milljónir króna. Í framhaldinu verður samið um fullnaðarfrágang.

 

Leigendur nýju íbúðarinnar eru Sveinn Hallgrímsson og Andrea Björnsdóttir og eru þau þegar flutt inn.

 

Myndir nr. 1, 3 og 4 eru nýjar og sýna húsið eins og það er nú. Á mynd nr. 2 tekur Óskar Steingrímsson sveitarstjóri Reykhólahrepps við lyklunum að íbúðinni úr hendi Bjarka Þórs Magnússonar f.h. Þrjú ehf. Myndir nr. 5 og 6 eru teknar inni í íbúðinni en mynd nr. 7 var tekin snemma í sumar ofan frá útsýnisskífunni á Hellishólum, þegar búið var að grafa fyrir hinni nýju götu Hólatröð. Nú er búið að leggja þar lagnir og fylla með undirlagi. Myndirnar tóku Þórarinn Ólafsson (nr. 2), Óskar Steingrímsson (nr. 5 og 6) og fleiri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31