Tenglar

8. júní 2012 |

Fyrrv. viðskiptaráðherra: Dónaskapur og ósvífni

Svavar Gestsson.
Svavar Gestsson.

Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útibúinu í Króksfjarðarnesi lokað. Það er dónaskapur númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun. Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega allir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk, sem þarna hafði viðskipti, inni í Landsbankanum.

 

Þannig kemst Svavar Gestsson fyrrv. viðskiptaráðherra að orði í pistli sem hann sendi vefnum til birtingar. Svavar og fjölskylda hans dveljast löngum í Reykhólasveit, þar sem er nánast annað heimili þeirra hjóna.

 

Ennfremur segir hann:

 

Ósvífni númer tvö var í bréfinu þar sem íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði.

 

Pistil Svavars í heild er að finna á undirvefnum Sjónarmið (valmyndin vinstra megin) undir fyrirsögninni „Öllu er hagrætt í burtu“ og jafnframt hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31