27. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is
Fyrrverandi SEEDS-liði leitar að sumarstarfi
Reykhólavefnum hefur borist póstur frá tæplega hálfþrítugum spænskum manni, búsettum í Barcelona, sem heitir Eric Piquet i Garriga. Hann er að leita að sumarstarfi frá miðjum júní og fram í miðjan september og hefur áður verið á Íslandi. Þá starfaði hann í Viðey á vegum SEEDS, en þeim samtökum kynntust Reykhólabúar að ákaflega góðu á liðnu sumri.
► Hér fylgir ítarleg ferilskrá Erics (á ensku) og allar helstu upplýsingar um hann. Netfangið hans er eric.elrapid@gmail.com.
► 06.08.2012 SEEDS-liðarnir sungu lag Reykhóladaganna