Tenglar

9. nóvember 2022 | Sveinn Ragnarsson

Fyrsta Ungmennaþing Vestfjarða

Þingfulltrúar á Laugarhóli, mynd Vestfjarðastofa
Þingfulltrúar á Laugarhóli, mynd Vestfjarðastofa
1 af 2

Um helgina fór fram fyrsta Ungmennaþing Vestfjarða. Þingið var haldið á Laugarhóli í Bjarnarfirði og þangað komu 33 ungmenni á aldrinum 13-18 ára alls staðar að frá Vestfjörðum.

 

Fulltrúar Reykhólahrepps voru 4, þær Hildigunnur Eríksdóttir, Ásborg Styrmisdóttir, Bergrós Vilbergsdóttir og Birgitta Brynjólfsdóttir.

 

Á þinginu skein í gegn að innan hópsins var mikill áhugi fyrir meira samstarfi á milli ólíkra svæða á Vestfjörðum og ungmennin styrktu tengslin sín á milli. Ennfremur fengu þau að koma að endurskoðun á áherslum í Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024, en það er gífurlega dýrmætt að fá fram sjónarmið unga fólksins við þá vinnu.

 

Af vef Vestfjarðastofu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31