6. janúar 2010 |
Fyrsta barnið í Reykhólahreppi á nýja árinu
Fyrsta barnið á hinu nýja ári í Reykhólahreppi, að því best er vitað, fæddist í morgun. Foreldrarnir eru Herdís Erna Matthíasdóttir frá Hamarlandi og Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum. Þetta er fjórða barn þeirra hjóna og þriðja dóttirin og reyndist 15 merkur. Eins og fram hefur komið hefur íbúum bæði í Reykhólahreppi í heild og í þorpinu á Reykhólum fjölgað jafnt og þétt síðustu árin. Telja má vel við hæfi að sjálfur oddviti hreppsins skuli ganga hér á undan með góðu fordæmi varðandi enn frekari fjölgun á árinu 2010.
Á meðfylgjandi mynd er litla stúlkan á símamynd frá fæðingardeildinni á Akranesi.