Tenglar

6. janúar 2010 |

Fyrsta barnið í Reykhólahreppi á nýja árinu

Fyrsta barnið á hinu nýja ári í Reykhólahreppi, að því best er vitað, fæddist í morgun. Foreldrarnir eru Herdís Erna Matthíasdóttir frá Hamarlandi og Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum. Þetta er fjórða barn þeirra hjóna og þriðja dóttirin og reyndist 15 merkur. Eins og fram hefur komið hefur íbúum bæði í Reykhólahreppi í heild og í þorpinu á Reykhólum fjölgað jafnt og þétt síðustu árin. Telja má vel við hæfi að sjálfur oddviti hreppsins skuli ganga hér á undan með góðu fordæmi varðandi enn frekari fjölgun á árinu 2010.

 

Á meðfylgjandi mynd er litla stúlkan á símamynd frá fæðingardeildinni á Akranesi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31