1. ágúst 2017 | Sveinn Ragnarsson
Fyrsta frisbígolfmótið á nýja vellinum
Fyrsta frisbígolfmótið á nýjum velli í Hvanngarðabrekku var haldið um helgina.
Þetta var einstaklingskeppni, en eins og í hefðbundu golfi er keppt í svokölluðum hollum. Yfirleitt eru þau fjögurra manna, en af ýmsum ástæðum voru í barnaflokki tvö holl, 5 manna og 6 manna og eitt fjögurra manna í fullorðinsflokki. Alls voru þetta því 15 sem kepptu.
Í barnaflokki vann Alex, en Loftur Björgvinsson vann í fullorðinsflokki. 1. verðlaun í hvorum flokki fyrir sig var gjafabréf að verðmæti eins disks frá Frisbígolfbúðinni.