Tenglar

2. apríl 2015 |

Fyrsta skrefið til sameiningar sveitarfélaga?

Ingibjörg Birna, Finnur og Andrea Kristín. Mynd: Halldóra Hreggviðsdóttir.
Ingibjörg Birna, Finnur og Andrea Kristín. Mynd: Halldóra Hreggviðsdóttir.
1 af 2

Sveitarstjórnir Reykhólahrepps, Dalabyggðar og Strandabyggðar, auk oddvita Kaldrananeshrepps, komu saman á fundi í Tjarnarlundi í Saurbæ í fyrradag til að ræða samstarf þessara sveitarfélaga og jafnvel sameiningu einhverra þeirra. Til stóð að oddviti Árneshrepps sæti einnig fundinn, en það reyndist ekki unnt vegna ófærðar þar nyrðra.

 

„Farið var markvisst í hugarflug um allt sem viðkemur sameiningu eða samvinnu þessara sveitarfélaga,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Þetta var mjög skemmtileg vinna, sem á örugglega eftir að nýtast okkur, að minnsta kosti í meiri samvinnu.“

 

Fundurinn var haldinn í framhaldi af skoðanakönnunum um afstöðu til sameiningarmála, sem gerðar voru í Reykhólahreppi og Dalabyggð samhliða sveitarstjórnarkosningunum í fyrra. Til stóð að halda fundinn í lok febrúar en hann hefur frestast þar til núna vegna tíðarfars og færðar.

 

Ráðgjafarstofan Alta hélt utan um fundinn og mun ganga frá skýrslu um niðurstöður hans.

 

Myndina frá fundinum sem hér fylgir tók Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta ehf. Fremst á myndinni eru Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, Finnur Ólafsson, oddviti Kaldrananeshrepps, og Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar. Svipurinn á fólkinu má heita staðfesting þess sem Ingibjörg Birna sagði, að þetta hefði verið mjög skemmtileg vinna.

 

13.02.2015 ► Efnt til fundar um sameiningarmál

19.09.2014 ► Mælt með sameiningu við Reykhólahrepp og Strandir

18.07.2014 ► Dalabyggð vill ræða sameiningarmál sveitarfélaga

04.06.2014 ► Fólk í Dalabyggð sameiningarfúsara

03.06.2014 ► Mjög naumur meirihluti vill sameiningu

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31