3. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Fyrsta spilakvöld af fjórum í Konnakoti
Félagsvist verður hjá Barðstrendingafélaginu í kvöld, mánudag, og hefst spilamennskan kl. 20. Þetta er fyrsta kvöldið af fjórum og spilað að venju í félagsheimilinu Konnakoti, Hverfisgötu 105 í Reykjavík, annarri hæð. „Hvað er betra en að taka í spil í góðum félagsskap, sérstaklega þegar von er á góðum glaðning ef heppnin er manni hliðholl ... eða minna góðum ef heppnin var skilin eftir heima,“ segir Unnur Helga Jónsdóttir á Facebooksíðu félagsins.