6. mars 2016 |
Fyrsti fundur svæðisskipulagsnefndarinnar
Formlegt upphaf svæðisskipulagsgerðar var viðfangsefnið á fyrsta fundi hinnar nýju svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Auk aðalmanna og varamanna í nefndinni voru boðaðir á seinni hluta fundarins fulltrúar í sveitarstjórnum og nefndum sveitarfélaganna, sem tengjast viðfangsefnum svæðisskipulags. Einnig starfsmenn sveitarfélaganna eða stofnana þeirra, sem hafa með tengd málefni að gera.
Fundargerðina sem er mjög ítarleg má lesa hér. Hana er jafnframt að finna í reitnum Fundargerðir neðst á síðunni.
Andrea K. Jónsdóttir: Samtakamátturinn virkjaður
Samtakamáttur þriggja sveitarfélaga virkjaður
Svæðisskipulagsnefnd þriggja sveitarfélaga stofnuð