Tenglar

25. febrúar 2011 |

Fyrstu farfuglarnir að koma vestur

Nokkrar grágæsir sáust í Dýrafirði í byrjun vikunnar. „Líklega eru þetta fyrstu farfuglarnir sem komnir eru til Vestfjarða“, segir Böðvar Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. „Þessar gæsir eru óvenju snemma á ferðinni og það er erfitt að segja til um hvað veldur. Kannski voru þær að flýja snjókomuna í Bretlandi og Danmörku þar sem þær hafa vetursetu.“ Í samtali við bb.is á Ísafirði segir Böðvar, að oftast séu það álftir og tjaldar sem sjáist fyrst á Vestfjörðum.

 

Reyndar er eitthvað um það að bæði tjaldar og álftir hafi vetursetu á Vestfjörðum, þótt að langmestu leyti séu þetta farfuglar.

 

Fréttir hafa borist af heiðlóu í Vestmannaeyjum í gær. Í Reykhólahreppi er lóa reyndar staðfugl, enda eru eintökin tvö ófleygt afbrigði ...

 

Böðvar Þórisson hvetur þá sem koma auga á farfugla á næstu vikum að láta Náttúrustofu Vestfjarða vita. „Við höfum verið að kortleggja komur farfuglanna og erum komin með ágætan grunn frá 2004-2005. Þó að fyrstu gæsirnar séu komnar í Dýrafjörðinn er áhugavert að vita hvenær þær koma á aðra staði.“

 

Vefur Náttúrustofu Vestfjarða

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30