Tenglar

4. mars 2016 |

Fyrstu verðlaun á Reykhóla

Fulltrúar Reykhólaskóla, þau Valdimar, Júlía og Solveig. Fyrir aftan er Tindur Ólafur Guðmundsson á Grund.
Fulltrúar Reykhólaskóla, þau Valdimar, Júlía og Solveig. Fyrir aftan er Tindur Ólafur Guðmundsson á Grund.
1 af 14

Júlía Rún Pálsdóttir á Reykhólum hlaut fyrsta sætið á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Hólmavík í fyrrakvöld, en þar kepptu nemendur í 7. bekk í Grunnskólanum á Drangsnesi, Reykhólaskóla og Grunnskólanum á Hólmavík. Viktor Elmar Gautason á Hólmavík varð í öðru sæti og Díana Jórunn Pálsdóttir á Hólmavík í því þriðja. Aðrir fulltrúar Reykhólaskóla í keppninni voru Solveig Rúna Eiríksdóttir og Valdimar Ólafur Arngrímsson. Margt fólk fylgdist með keppninni, þar á meðal úr Reykhólasveit, og naut auk þess tónlistar og veitinga.

 

Dómnefnd skipuðu fulltrúi Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, og fólk í héraði. Nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík fluttu tónlist en kaffi og meðlæti var í boði foreldra í 7. bekk.


Skáld keppninnar voru Bryndís Björgvinsdóttir og Guðmundur Böðvarsson. Keppendur lásu úr bókinni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi og ljóð eftir Guðmund og síðan ljóð að eigin vali. Júlía Rún valdi sér og flutti Rauða steininn eftir Guðmund og Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Allir keppendur fengu að gjöf ljóðabók eftir Guðmund Böðvarsson. Auk þess voru peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin, 20 þúsund, 15 þúsund og 10 þúsund krónur.

 

„Þetta var mjög skemmtilegt og veitingarnar flottar,“ segir Anna Björg Ingadóttir, móðir sigurvegarans. „Og ég er stolt af stelpunni minni!“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31