Tenglar

7. nóvember 2015 |

Gæðamál og mótun áframhaldandi ferðamálastefnu

Ferðamálasamtök Vestfjarða eru í tveimur spennandi verkefnum þessa dagana, segir í fréttapósti Markaðsstofu Vestfjarða. Annars vegar er verið að leggja áherslu á gæðamál, en þau er forgangsverkefni í Vegvísi íslenskrar ferðaþjónustu. Þannig hafa samtökin staðið fyrir námskeiðum í innleiðingu á Vakanum, sem er gæðakerfi íslenskrar ferðaþjónustu og vottað af Ferðamálastofu. Hins vegar hafa samtökin byrjað vinnu við mótun áframhaldandi ferðamálastefnu fyrir Vestfirði, en núgildandi stefna rennur sitt skeið núna í árslok.

 

Síðarnefnda verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og fyrirhugað er að sækja um frekari styrki. Lagt er upp með að þessari vinnu verði lokið í vor, en búið er að semja við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða um einn af verkþáttunum, sem er framkvæmd stöðumats ferðaþjónustu. Leit að verkefnastjóra stendur yfir, en fyrirhugað er að leita samstarfs við sveitarfélög og opinbera aðila ásamt ferðaþjónum.

 

Athugasemdir

Maria, mnudagur 09 nvember kl: 13:21

Gæðamálin eru á síðasta hlekk í keðjunni. Um 25 fyrirtæki á Vestfjörðum taka þátt. Umhverfismálin verða tekin fyrir 18. nóv á Ísafirði og 25. á Patró. Ferlinu lýkur á því að fyrirtækin setja upp handbók gæðamála sem er síðan metin af hálfu Ferðamálastofu. Sjá hér www.Vakinn.is

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31