7. júní 2016 |
Gæðastýring í sauðfjárrækt
Matvælastofnun mun halda undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hyggjast sækja um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt, en krafist er að þátttakendur í gæðastýrði sauðfjárrækt hafi sótt slíkt námskeið. Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri 20. júní. Gert er ráð fyrir að halda annað námskeið í nóvember og verður það auglýst síðar.
Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en 14. júní. Tekið er við tilkynningum um þátttöku í síma 530 4800 hjá Matvælastofnun og í tölvupóstum í netfangið mast@mast.is.