Gæti Þorskafjarðarvirkjun annað orkuþörf Vestfjarða?
Í greinargerð segir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi haft forgöngu um rannsóknir á osmósuvirkjunum. Þær rannsóknir hafa nú leitt til samstarfs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Orkubús Vestfjarða um að setja á fót osmósuorkuver í smáum stíl við Mjólkárvirkjun til að vekja athygli ferðamanna og almennings á þessum vistvæna orkukosti.
Á sviði virkjunar sjávarfalla hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Orkubú Vestfjarða komið að rannsóknum á möguleikum slíkra virkjana á Vestfjörðum. Lengst var gengið með rannsóknir á Þorskafirði í Reykhólahreppi þar sem gert var líkan af samnýtingu brúar yfir fjörðinn og hverfla undir brúnni, sem virkjað gætu orku sem nemur að meðaltali um 35 MW, en það mundi gera Vestfirði sjálfa sér næga um raforku.
Þingsályktunartillagan ásamt greinargerð.
Sjá einnig:
27.04.2010 Meistarapróf um virkjun sjávarfalla á Vestfjörðum
16.03.2010 Kynning á þverun fjarða og sjávarfallavirkjun