Tenglar

10. apríl 2011 |

Gæti Þorskafjarðarvirkjun annað orkuþörf Vestfjarða?

Vegþverun með virkjun í mynni Þorskafjarðar í Reykhólahreppi.
Vegþverun með virkjun í mynni Þorskafjarðar í Reykhólahreppi.
Liðlega 20 þingmenn allra flokka hafa lagt fram tillögu á Alþingi um rannsókn á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku við strendur Íslands. Samkvæmt henni á að fela iðnaðarráðherra að hefja vinnu við það mat við strendur Íslands, með áherslu á greiningu nýtingarkosta á þeim svæðum sem ætla má að uppfylli kröfur um hagkvæmni. Einnig yrði kannað með hvaða hætti Ísland gæti tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi um nýtingu sjávarorku. Flutningsmenn segja að leiða megi líkur að því að sjávarorka sé ein stærsta ónýtta orkulind Íslands. Hins vegar hafi litlar rannsóknir farið fram á hafstraumum og þar með sjávarorku við strendur utan fjarða á þeim stöðum þar sem straumar eru stríðir, svo sem í röstum undan annesjum.

 

Í greinargerð segir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi haft forgöngu um rannsóknir á osmósuvirkjunum. Þær rannsóknir hafa nú leitt til samstarfs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Orkubús Vestfjarða um að setja á fót osmósuorkuver í smáum stíl við Mjólkárvirkjun til að vekja athygli ferðamanna og almennings á þessum vistvæna orkukosti.

 

Á sviði virkjunar sjávarfalla hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða og Orkubú Vestfjarða komið að rannsóknum á möguleikum slíkra virkjana á Vestfjörðum. Lengst var gengið með rannsóknir á Þorskafirði í Reykhólahreppi þar sem gert var líkan af samnýtingu brúar yfir fjörðinn og hverfla undir brúnni, sem virkjað gætu orku sem nemur að meðaltali um 35 MW, en það mundi gera Vestfirði sjálfa sér næga um raforku.

 

Þingsályktunartillagan ásamt greinargerð.

 

Sjá einnig:

27.04.2010  Meistarapróf um virkjun sjávarfalla á Vestfjörðum

16.03.2010  Kynning á þverun fjarða og sjávarfallavirkjun

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30