Tenglar

11. desember 2012 |

Gæti orðið nokkurs konar stóriðja Reykhóla

Sigmar B. Hauksson, Þorsteinn Ingi, Andrea (í ræðustól) og Ingibjörg Birna.
Sigmar B. Hauksson, Þorsteinn Ingi, Andrea (í ræðustól) og Ingibjörg Birna.

„Við væntum þess að geta byrjað jafnvel með vorinu. Fyrsta skrefið yrði opnun þessa seturs,“ segir Sigmar B. Hauksson, fulltrúi Nýsköpunarmiðstöðvar í hópi til undirbúnings frumkvöðlaseturs eða tæknigarðs á Reykhólum. „Við förum hægt af stað og leggjum á það áherslu að þróa þetta hægt og rólega svo að ekki þurfi að fá í það mikið lánsfé.“

 

Eins og hér hefur komið fram eru ásamt Sigmari í þessum undirbúningshópi tveir fulltrúar Reykhólahrepps, þær Andrea Björnsdóttir oddviti og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.

 

Allmörg ár eru frá því að Sigmar B. Hauksson kom fyrst að hugmyndum um heilsutengda ferðaþjónustu á Reykhólum. Dr. Janka Zalesakova hefur lengi haft áhuga á þessu máli og Sigmar er jafnframt fulltrúi hennar í þessu starfi. Hún hefur oft komið á Reykhóla og á kynningarfundinum í síðustu viku var birt myndskeið þar sem hún ávarpaði heimafólk.

 

„Það eru um sjö eða átta ár síðan dr. Zalesakova benti okkur á þessa möguleika. Frumkvæðið að því að kanna þetta á sínum tíma hér á Reykhólum kom frá mér og henni. Það var á þeim tíma þegar Einar Thorlacius var sveitarstjóri hér. Fyrir um það bil ári kom Nýsköpunarmiðstöð að málinu og ég hef unnið að því fyrir hennar hönd síðan. Núna hefur Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri líka komið að þessu af miklum krafti.“

 

Sigmar segir að starfið í væntanlegum tæknigarði á Reykhólum muni aðallega byggjast á nýtingu þörunga frá verksmiðjunni og síðan annarra þátta eins og heita vatnsins: „Nýtingu landsins gæða, ef svo má að orði komast.“

 

Eins og fram kom á kynningarfundinum eru uppi hugmyndir um framleiðslu á margvíslegum heilsuvörum.

 

„Það er fyrsti þátturinn sem við erum að undirbúa núna,“ segir Sigmar, en í framhaldinu af þróun og framleiðslu á heilsuvörum er síðan ætlunin að víkka út starfsemina.

 

„Svæðið er einstakt, það hentar mjög vel til frekari þróunar á heilsutengdri ferðaþjónustu. Hugmyndin er að þróa svæðið hægt og bítandi, þannig að þetta gæti með tímanum orðið nokkurs konar stóriðja Reykhóla,“ segir hann.

 

„Við höfum núna verið að athuga þetta í eitt ár, safna að okkur upplýsingum, kanna hvaða vörur yrði hægt að vinna þarna á svæðinu. Núna erum við að safna að þessu áhugasömum aðilum, safna kröftum saman til að geta ýtt þessu úr vör.“

 

Aðspurður hvar væntanlegt tæknisetur muni verða til húsa segir Sigmar, að það komi í hlut sveitarfélagsins að finna húsnæði í byrjun. „Ef málin ganga vel, þá yrði að byggja frekara húsnæði.“

 

Þegar Sigmar er spurður hvort hann hafi trú á því að þær hugmyndir sem hér hafa verið raktar geti orðið að veruleika er svarið skýrt: „Já, ég hef mikla trú á því.“

 

Sjá nánar:

Reykhólar: Umsvifin ættu að geta margfaldast

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, mivikudagur 12 desember kl: 00:30

Guð láti gott á vita!! 1973 var ég ráðin til vinnu fyrir fyrirtæki sem hét Sjávaryrkjan...undanfari núverandi Þörungaverksmiðju...síðan þróaðist þetta út í endanlega nafngift...Þörungaverksmiðjan h.f. Síðan eru mörg vötn og ár runnin til sjávar..ekki tókst eins vel og ætlað var þrátt fyrir góðar fyrirættlanir...byrjunarörðuleikar fyrir vankunnáttu og enginn var vegvísirin fyrir svona starfsemi. Þrátt fyrir það hélst félaginu að halda haus og skapa vinnu...vinnu sem margur hafði þráð eftir að horfa á hrundar borgir um Mjólkurstöð sem var reyst án véla og tækja árið 1962...Hátt upp rýsa hallirnar/hag að bæta er kvöðin/bráðum segja beljurnar/búin mjólkurstöðin/ þetta kvað gamalt og gott kraftaskáld Guðmundur Arinbjörn frá Hyrningstöðum....kanski eru hans orð besta skýringinn á hversu lítið hefur verið veitt athyggli bæði fyrr og nú á þeim tækifærum sem þetta byggðalag hefur yfir að ráða...Við kynslóðaskipti spyr maður sig...hljóta að verða einhverjar breytingar? Nú afhverju? Mundu það dreng bjáni.... að hefðin er dygð og trú!!!...nei það verða engvar breitingar nema með samningi ...hvaða samningi? jú samningi við eldri trúrabrögð sem felast í fullkomnun þess að vera sjálfum sér nógur og vilja ekki breytingar...þá spyr ég sjálfan mig og alla mína ágætu sveitunga...er ekki komin tími á að við töppum af okkur óloftinu með vindverkjum og viðrekstri...förum í alsherjar útrás...sköpum okkur betra líf....eflum iðnað dug og kraft til að takas á við skrímslið sem sækir að okkur sem samfélags...mein...ríkisvaldið...þeim væri það kærast að við flyttum í lyftublokkir við sundin blá...þar er hamingjan sem enginn hefur séð... nema þeir sem hald því á lofti....að þéttbýli sé það sem allir vilja. Nú þarf að spíta í lófa og taka á...það gera öll byggðalög....hlusta é þegnana...hlusta á horfurnar...leyta að rétta tækifærinu...Jenka sú Slóvenska...Smartfiber Þýska fyrirtækið sem kom hér....þetta eru dæmi um hvað við getum boðið af okkar mörkum til að skapa verðmæti...Afhverju er þessi kerkja til að skoða möguleykana??? Jenka kom og heimsótti Þörungaverksmiðjunna 2011...seinnipert sumars...hún sagði mér þessi geðþekka kona...hér er allt til als og öll tækifæri í heilsugeiranum...bæði nó af heitu vatni og líka það sem væri verið að gera með vinslu á þörungum...magnificent opportunity...sagði hún...er hægt að byðja um meira? Smartfiber í Þýskalandi sendi hingað sitt fólk til að taka myndir af þangslætti og vinslu...þetta fyrirtæki er að gera ótrúlegustu hluti...framleiða fatnað úr mjöli frá okkar Þörungavinslu....ótrúlegt en satt!! Með þetta fólk var siglt um þangsvæðin og þau fengu að taka þátt í að gera eitthvað það frábærasta myndband sem ég hef séð af Breiðafirði...konan sem var í hópnum spurði mig á landleið...frá Staðareyjunum...horfði þá á allt Snæfellsnesið og jökulinn...ekki skýhnoðri á lofti....spurði mig...hvað kostar svona útsýni....ég svaraði eins og venjulegur vittlaus Íslendingur...kostar ekkert!....Heima hjá mér í minni borg....sé ég bara í næsta glugga í næstu blokk... afhverju er ekki útsýni og náttúruperlur verðlagðar til fjár á Íslandi......Þetta situr ennþá í mér þessi spurning :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31