Tenglar

21. ágúst 2008 |

Gagnrýnir forgangsröðina í vegamálum Vestfirðinga

„Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fyrstu mistökin hafi verið gerð kringum 1980 þegar ákveðið var að tengja fyrst saman Ísafjörð og Hólmavík. Ein af röksemdunum fólst í svonefndri Inndjúpsáætlun sem tíminn leiddi í ljós að var slíkir loftkastalar, að maður hlær og grætur þegar maður les hana í dag", segir Ómar Ragnarsson á bloggi sínu. „Ef ákveðið hefði verið að leggja áherslu á stystu leið til Reykjavíkur sem liggur um norðurhluta Breiðafjarðar og Gilsfjörð væri staðan önnur nú", segir hann enn fremur.

 

Bloggfærsla Ómars hefst á þessa leið:

 

„Heyrði í fréttum að samgönguráðherra ætlaði að bera það upp á Fjórðungsþingi Vestfirðinga að færa gangagerð milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar einu sinni enn aftar í forgangsröðinni. Í þetta sinn verði göng mili Skutulsfjarðar og Álftafjarðar tekin fram fyrir. Ég segi „einu sinni enn" því að göngin á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar hefðu að mínu mati átt að koma á undan Héðinsfjarðargöngunum og jafnvel enn fyrr.

 

Með þessu er verið að reka íbúa Vesturbyggðar í fang rússneskra huldumannanna sem enginn fær að vita hverjir eru en íbúar Vesturbyggðar ætla að treysta fyrir öllu sínu og afkomenda sinna.

Sú hugsun getur verið í undirmeðvitundinni hjá þeim sem ráða ferðinni í þessum málum, að úr því að „99,9%" líkur séu á olíuhreinsistöð við Arnarfjörð geti fólkið á Suðurfjörðum ekki í ofanálag ætlast til þess að fá jarðgöngin líka."

 

Bloggvefur Ómars Ragnarssonar

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, fimmtudagur 21 gst kl: 13:31

Frábær uppvakning hugmynda..sem voru á borðinu í kring um 1981 að mig mynnir þá var Ómar Ragnarsson að tala um hugsanlegar samgöngur Vestfjarða..vitnaði þá í forsíðumynd á símaskránni sem var brýdd gervitunglamynd af Íslandi..þar komu í ljós snjólausir staðir á landinu og var Kollafjarðaheiði þar sérstaklega áberandi..hugmynd sem fréttamaðurinn Ómar reyfaði í sjónvarpsfétt...glöggt er gestsaugað! þessi leið var svo valin, sem leið no 1 af þáverandi forsvarsmönnum vegagerðarinnar á Vestfjörðum, tenging byggða Vestfjarða...um Kollafjörð... Klettsháls fyrir suðursvæðið og Kollafjarðaheiði fyrir norðurhlutan..Ísafjarðar,og Djúp svæðið..áratugagömul hugmynd Magnúsar heitins Ólafsonar frá Vesturbotni...brúa innanverðan Vattarfjörð..brúa eða jarðgöng í Þorskafirði frá Melanesi í Skútunaust á Reykjanesi...þar er þessi berg-þröskuldur sem er svo víða í utanverðum fjörðum á Vestfjörðum...grunnsævi og kjöraðstæður til brúar eða jarðgangnagerðar...nei það skyldi fara með aðaltengingu vestfjarða um háska fjallveg..Steingrímsfjarðarheiði...yðulega lýst ófær í fyrstu haustveðrum og svo eylífðar snjómokstur alla vetur...nei þessi kostur var valin til að fullnæja atkvæða snapi Framsóknarflokksin...pólitíkin réði ferðinni...eins og sem oft áður...nú skal sko skeyna verulega óhreinan rass...og leggja veg yfir svokallaðan Arnköttludal frá Hólmavík til Reykhólahrepps...borið við menningar tengslum og sameigilegu atvinnusvæði...ég er sem ég sæi mig aka til Hólmavíkur til vinnu að morgni og hafa enga trygginu fyri því að komast heim að kveldi...kanski að þjóðfélagið sé tilbúið að eyða ótakmörkuðu fé í samgöngur á fjallvegum þessa lands..snjómokstri upp á hvern dag í fjóra til fimm mánuði... jú þetta kallst víst virðisauki á nútíma máli sagði mér einhver fjármálaspekingur, ekki skal undanskylja sinnuleysi gúnguskap og andvaraleysi sveitastjórnar manna við norðanverðan Breiðafjörð...Reykhólahreppur og Gufudalshreppur sem voru...höfðu engan mátt né þor til að vinna að betri samgöngum..sýna og taka eftir gengnum, framsýnum hugmyndum Magnúsar Ólafsonar frá Vesturbotni...nei honum var ekki hampað...heldur litin hornauga fyrir ótímabæra og vittlausa hugmynd...nú skal brúa þrjá firði..Gufufjörð..Djúpafjörð og Þoskafjörð innanverðan...Guð láti gott á vit...en þá kemur að því sem er kallað í dag "umhverfisvermd" Teygskógur og Hallsteinsnes hafa og verða...umdeild...kanski ekki að ástæðulausu...af hverju má ekki fara um fjörur og hlífa grónu landi?...nei það má ekki vegna þess að sjávar-pöddu-sérfræðingur Vestfjarða er bróðir yfirmanns vegamála á vestfjörðum...bræður eru bræðrum verstir! Fyrir tveimur áratugum síðan sagði mér uppgefin og argur smali, sem lenti í því að smala Teygskó, "það á að kveikja í þessu helvíti og brenna þetta til grunna" jú góð hugmynd...Ólafur Torfason vegaverkstjóri hér til margra ára, lenti í því að forkynna þennan vegakost,lagði í hann frá Hallsteinsnesi með tvo skrifstofu-drengi frá Vegagerðinni sem hugðust taka afgerandi og ábyrga afstöðu..til vegagerðar um þetta svæði, ekki voru þeir langt gengnir til skógar..er skrifstofu hönnuðurnir fengu innilokunnar kend og báðu eins og tófur á timgunnar-tímanu til Guðs að þeim yrði bjargað út úr þessum hremmingum, Ólafur er og var heljarmenni að burðum...braut sér leið til sjávar með ungana á hælunum, gengu svo fjöruna inn að vinnubúðum sem voru staðsettar í Gröf í Þorskafirði....einkum og sér var þeim félögum tíðrætt um ágæti þess að fylgja fjöru með fyrirhugaðan veg og láta allt hitt lönd og leið...auðveldari kostur...nánast ekkert jarðrask...en þá var ekki komin til þessi pöddu og marflóar dýrkunn nútímans...einn er sá maður sem aldrei hefur verið vitnað í, Guðmundur Arinbjörn Jónson, kraftaskáld frá Hyrningstöðum, ekki eru sveitungar og sveitafélag að heiðra mynningu hans með álíka bautastein og ljóðskáldum Skóga (Matthíasi Jokkumsen) Miðhúsa (Gesti Pálsyni)..nei sofið þirnirósarsvefni...Gúndi (eins og hann var alltaf kallaður) orti eitt sinn drápu um landspjöll vegagerðar..ásamt því að yrkja alvöru eftirmæli um framgengna...ein hans vísa er svon...og mér fynnst við hæfi..vegna framangengnra umæla..../Lagt hef ég veg yfir fyrnahá fjöll/fordréfað spildum af túnum/En byggt hér á slotinu höll eftir höll/og haft í það efni frá brúnum/ Í nútímanum fynnst mér þessar ljóðlínur segja mér á skýran hátt hvernig menn hugsa og framkvæma...Kanski getum við einhvertíman gengið þau gæfuspor að hugsa með því sem er undir höfuðfatinu og framkvæmt svo í frmhaldi af því sem nýtist öllum til góðs
Kv. Þorgeir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30