Tenglar

29. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Gamalt og nýtt hjá björgunarsveitinni

Brynjólfur og Eiríkur kveðja sleðann.
Brynjólfur og Eiríkur kveðja sleðann.
1 af 7

Myndirnar sem hér fylgja af gamla vélsleðanum sem verið hefur í eigu Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi í hartnær tvo áratugi eru væntanlega þær síðustu sem teknar eru af honum á heimaslóð. Honum hefur nú hlotnast framtíðarheimili sem safngripur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Á öðrum myndum má m.a. sjá nýja búnaðinn á Landróver Heimamanna, dráttarspil að framan og geymslukassa fyrir dráttartóg aftan á bílnum auk kastaranna sem hér hefur verið greint frá. Líka er mynd frá klæðningu eldvarnaveggjar í húsi sveitarinnar.

 

Auk þess sem nefnt hefur verið er búið að setja nýja loftpressu í bílinn. Heimamenn keyptu bæði spilið og pressuna og var ísetningin unnin af liðsmönnum í sveitinni. Magnús Þorgeirsson blikksmiður, sem upprunninn er á Reykhólum, smíðaði bæði kassann aftan á bílinn, sem sést á einni myndanna, og kassa utan um loftpressuna inni í bílnum.

 

Slöngubáturinn sem er á einni myndanna er í fínu standi. Loks er mynd sem sýnir framkvæmdir í húsinu við Suðurbraut á Reykhólum, sem Heimamenn deila með Slökkviliði Reykhólahrepps. Þar hafa sjálfboðaliðar verið að klæða eldvarnavegg milli húshluta björgunarsveitarinnar og slökkviliðsins.

 

Á fyrstu mynd eru þeir Brynjólfur V. Smárason formaður Heimamanna og Eiríkur Kristjánsson varaformaður á gamla sleðanum í síðasta sinn. Í tilefni þess er Eiríkur í gömlum björgunarsveitaranórak og skyggnist um í kvöldhúminu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31