Tenglar

28. desember 2011 |

Gaman saman á jólaballi Kötlu

Hið árvissa jólaball Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi verður í íþróttahúsinu á Reykhólum á föstudag, daginn fyrir gamlársdag. Það hefst kl. 16 og stendur í tvo tíma eða þar um bil. Gengið verður kringum jólatré (ekki einiberjarunn) og dansað og sungið og farið í leiki og jólasveinar koma í heimsókn. Steinunn Ólafía Rasmus spilar undir dansinum og söngnum. Ballið er öllum opið, börnum og fullorðnum, konum og köllum. Enginn aðgangseyrir en veitingar verða í boði.

 

Enn er meirihlutinn eftir af jólasveinum í byggð en á föstudaginn fer Askasleikir, sá sjötti í röðinni af bræðrunum þrettán. Samkvæmt hefðinni byrja þeir að tínast í burtu strax á jóladag og síðan einn á dag eftir því sem veður og færð leyfa. Síðastur fer Kertasníkir á þrettánda og síðasta degi jóla - eða eins og Jóhannes úr Kötlum orti: Á þrettándanum síðasti sveinstaulinn fór.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30