Tenglar

26. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Gamanleikrit fært upp á Reykhólum eftir áramót?

Kátur leikhópur Skruggu á kaffihúsinu.
Kátur leikhópur Skruggu á kaffihúsinu.

Kaffihúsið hjá Leikfélaginu Skruggu í íþróttahúsinu á Reykhólum fyrir helgina var mjög vel sótt. Þar var reyndar ekki aðeins kaffi heldur einnig leikþættir, grín og gaman. „Mig langar að senda þeim sem voru að leika og öllum þeim sem komu að því sem við vorum að gera hjartans þakkir,“ segir Solla Magg, formaður Skruggu. Eins og fólk veit er hún flutt í burtu en kom vestur til að leikstýra og annast þennan viðburð. Hún segist vona að vilji sé fyrir því að setja upp gamanleikrit í fullri lengd eftir áramótin.

 

„Ég þakka fyrir þennan tíma sem ég var á Reykhólum og þakka alla þá hlýju og sem ég fékk og fyrir skemmtilegar stundir,“ segir Solla.

 

Á myndinni er leikhópurinn á kaffihúsinu. „Auðvitað vantar alla þá sem röðuðu borðum, voru í eldhúsinu, tóku upp og ég veit ekki hvað,“ segir Harpa Eiríksdóttir, sem er einmitt í hópnum á myndinni. „Já, það vantar sko ekki félagslífið í okkar litla sveitarfélagi,“ segir hún.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29