Tenglar

18. febrúar 2010 |

Gamla íslenska tímatalið að hverfa í gleymsku

Þorri kveður á laugardaginn með þorraþræl og síðan hefst góa með konudegi á sunnudag. Þorrinn og góan laust eftir miðjan vetur eru að verða einu mánuðirnir samkvæmt gamla íslenska tímatalinu sem margir virðast ennþá þekkja. Í pistilkorni undir heitinu Gamla tímatalið (Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin) greinir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) í stuttu máli frá gömlu rammíslensku mánuðunum sem nú eru óðum að hverfa í gleymsku.

 

Gallinn við gömlu mánuðina er sá, ef galla skyldi kalla, að þeir eru hver um sig 30 dagar og samkvæmt því væri árið aðeins 360 dagar. Í pistli Dalla kemur fram hvernig þetta var leiðrétt með hliðstæðum hætti og það tímatal sem nú er notað er leiðrétt með hlaupársdegi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30