Tenglar

30. júní 2008 |

Gamlir miltisbrandsstaðir í Reykhólahreppi

Sigurður Sigurðarson dýralæknir kom við á skrifstofu Reykhólahrepps fyrir helgina og greindi frá heimildum um miltisbrand í hreppnum á fyrri tíð. Á síðustu misserum hafa öðru hverju birst fréttir um staði syðra þar sem talið er að skepnur sýktar af miltisbrandi hafi verið grafnar. Mikil varúð hefur verið viðhöfð við jarðvinnu þar sem grunur er um slíkt enda geta gró miltisbrands lifað óralengi í dvala í jarðvegi.

 

Samkvæmt upplýsingum Sigurðar dýralæknis eru heimildir um miltisbrand á eftirtöldum stöðum í Reykhólahreppi: Reykhólum árið 1882, Börmum árið 1900 og Gillastöðum á árabilinu 1900-1920.

 

Hnit þekktra miltisbrandsstaða eru þessi skv. upplýsingum Sigurðar:

 

Reykhólar:

65°26'906 N

22°12'313 V

31,8 m yfir sjávarmáli

 

Barmar:

65°28'454 N

22°09'190 V

54,4 m yfir sjávarmáli

 

Gillastaðir:

65°31'507 N

22°01'301 V

55,7 m yfir sjávarmáli

 

Frekari upplýsingar um miltisbrand má finna hér á vef Landlæknisembættisins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30