Tenglar

24. október 2017 | Sveinn Ragnarsson

Garðar frá Hríshóli látinn

Garðar Halldórsson
Garðar Halldórsson

Garðar Halldórsson frá Hríshóli andaðist á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 20. okt.


Hann verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 27. okt. og hefst athöfnin kl.13:00.

Garðar fæddist í Reykjavík 8 september 1924. Foreldrar hans voru Ingibjörg María Björnsdóttir fædd í Hólum í Reykhólahr. og Halldór Loftsson fæddur á Gríshóli Helgafellssveit, Snæf.

 

Garðar var elstur þriggja systkyna, hin eru Reynir, hann bjó á Hríshóli og Magnea Guðrún, hún bjó á Skorrastað.  Kona Garðars var Kristín Sveinsdóttir fædd að Stórutungu í Bárðardal 9. apríl 1921, d. 18. September 2006.
Börn þeirra eru Gígja, Gunnar Þór, Alda, Svavar, Sveinn Vilberg, Ingimar og Halldór.

Garðar stofnaði 1949 nýbýlið Hríshól II þar sem hann bjó til 1968 er hann flutti til Akraness.

Meðan Garðar bjó á Hríshóli II sat hann m.a í hreppsnefnd og skattanefnd, var um skeið forðagæslumaður, lengi gjaldkeri í stjórn Búnaðarfélags Reykhólahrepps, nokkur ár fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda, var forstöðumaður Sjúkrasamlags Reykhólahrepps frá stofnun 1951-68 og annar endurskoðandi Kaupfélags Króksfjarðar á tímabili.

Á Akranesi sat hann í stjórn Verkalýðsfélags Akraness, fyrst sem formaður Verkamannadeildar og síðar ritari félagsins um árabil.
Hann hefur ort töluvert um ævina en ljóð eftir hann birtust í ritunum Íslensk alþýðuskáld og í Borgfirðingaljóðum. 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30