Tenglar

15. nóvember 2021 | Sveinn Ragnarsson

Garpur fann lifandi kind í fönn

Frú 16-604, mynd Þorkell Guðjónsson
Frú 16-604, mynd Þorkell Guðjónsson

Rjúpnaveiðimenn sem voru á veiðum í Garpsdal gengu fram á kind sem var grafin í fönn í lækjarskorningi. Ærin reyndist vera frá Gróustöðum, hún hafði komið í leitum í haust en laumast að heiman og lent í þessum ævintýrum.  

Frá þessu er sagt á mbl.is

 

Gulla á Gróustöðum birti svo skýringar á fb. síðu sinni:

 

„ Frú 16-604, sem heitir hér eftir Fönn, var búin að skila sér í haust. Girðingarnar á Gróustöðum eru bara ekkert sérlega fjárheldar.

 

Og hún er drulluhress, hefur ekki verið lengi þarna. Það er næstum enginn snjór í öllum firðinum, nema á svona einstaka stöðum í giljum og gömlum árfarvegum, svo þetta er einhver fáránleg tilviljun að greyið hafi endað þarna!

 

Það er samt skandall að eina helvítis kindin okkar sem kemst í fréttir skuli vera hyrnd, því svona 90% af öllu okkar fé er kollótt!“

 

Það hefur kannski verið til þæginda að geta tekið í hornin á kindinni þegar hún var tosuð upp úr snjónum, annars hefur fólk lengi haft sterkar skoðanir á því hvort sauðfé á að vera með handföngum eða ekki. 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31