2. janúar 2018 | Sveinn Ragnarsson
Gatnagerðargjöld felld niður á nýju ári
Á fundi sínum 14. desember 2017 afgreiddi sveitarstjórn Reykhólahrepps reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis, með eftirfarandi bókun í fundargerð:
„Lögð eru fram drög að samþykkt um tímabundna niðurfellingu á gatnagerðargjöldum. Sveitarstjórn samþykkir samþykktina samhljóða“
Þetta þýðir að gatnagerðargjöld af íbúðarhúsnæði sem byrjað er að byggja á Reykhólum, á árinu 2018 falla niður samkvæmt skilyrðum.