Tenglar

10. september 2010 |

Gengið til samninga við Gylfa Þór Þórisson

Á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í gær var ákveðið að ganga til samninga við Gylfa Þór Þórisson sem nýjan sveitarstjóra í Reykhólahreppi. Það verður væntanlega gert síðar í dag. Ekki var á fundinum tekin ákvörðun um ráðningu skrifstofustjóra hreppsins en samkvæmt heimildum vefjarins ræðst það að líkindum seinna í dag. Nánari upplýsingar um verðandi sveitarstjóra verða birtar hér á vefnum um leið og þær fást.

 

Eins og aðrar fundargerðir nefnda má lesa fundargerð hreppsnefndar í gær á pdf-formi í reitnum Fundargerðir hér neðst til vinstri á vefnum og jafnframt má smella á hana hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31