Tenglar

18. júní 2015 |

Gengið um sveit að hætta?

Teymt undir börnum í hlýrri og mildri rigningu á Reykhóladögum í fyrra.
Teymt undir börnum í hlýrri og mildri rigningu á Reykhóladögum í fyrra.

Gönguhelgin Gengið um sveit hefur verið haldin í Reykhólahreppi allt frá sumrinu 2011. Núna eru vísbendingar um að hún hafi runnið sitt skeið. Minnt skal á mikilvægi þess að skrá sig fyrirfram, því að lágmarksþátttöku þarf til að af verði. Eins og staðan er nú að kvöldi fimmtudags er mjög léleg skráning í löngu gönguna (kjötsúpugönguna) á laugardag. Allar líkur eru á því að hún falli niður, í fyrsta sinn frá upphafi, nema úr rætist. Lokað verður fyrir skráningu síðdegis á morgun, föstudag. Ef hún fellur niður, þá má jafnframt búast við að þessi árlega gönguhelgi í Reykhólahreppi sé þar með úr sögunni.

 

Áformað var að afraksturinn af löngu göngunni (kjötsúpugöngunni) rynni til Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi, auk þess sem liðsfólk hennar eldaði og legði fram súpuna.

 

En hvað sem því líður, þá mæta hestarnir Örn og Nasi, sem margir krakkar þekkja af reiðnámskeiði, fyrir framan Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum kl. ellefu í fyrramálið, föstudag, og þar verður teymt undir börnum. Minnt er á að hjólahjálmarnir séu meðferðis.

 

Annað kvöld er (var) síðan áformuð létt söguganga um vegferð Grettis Ásmundarsonar með uxann á bakinu frá Tittlingsstöðum upp að Reykhólum ekki alls fyrir löngu, eða fyrir rétt tæpum þúsund árum.

 

Meðal þess sem fyrirhugað er (var) á dagskránni Gengið um sveit 2015 er einleikur Elfars Loga Hannessonar um Gretti Ásmundarson. Nema áhugi sé enginn.

 

Sjá hér dagskrána (a.m.k. eins og hún er (var) áformuð).

 

Athugasemdir

María Játvarðardóttir, fimmtudagur 18 jn kl: 23:28

Mer finnst alveg sýnd ef gengið,um sveit hættir en því miður kemst ég ekki í ár. Hef notið þess að ganga með hópnum undanfarin ár

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31