Gengur með skrautlega poka í vasanum
Þegar við fluttum á Reykhóla vakti það fljótt athygli mína og furðu, að finna hvergi ruslaílát í kringum húsið okkar bláa (sem núna reyndar lyktar af tjöru). Og það gladdi mig mikið að heyra að ætlast er til þess að hver íbúi taki ábyrgð á eigin ruslaúrgangi og komi honum flokkuðum niður á gámastöð. Þar sem ég er löt við ruslaskil reyni ég alltaf að pressa allt saman í sem minnsta fyrirferð og forðast aukaumbúðir. Ég kaupi helst það sem er óinnpakkað og geng með skrautlega poka í vasanum ...
Þannig hefst nýjasta skot Soffíu frænku, öðru nafni Maríu Maack, sem komið er á sinn stað hér á vefnum. Í framhaldinu koma síðan ýmsar fróðlegar og gagnlegar hugleiðingar og myndskeið um rusl og úrgang af ýmsu tagi, allt frá plastögnum upp í flugvélar.