Tenglar

9. desember 2011 |

Gert ráð fyrir 10-15 frístundalóðum á Þórisstöðum

Sveitarstjórn Reykhólahrepps ákvað í gær að kynna lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi fyrir uppbyggingu á frístundabyggð í landi Þórisstaða í Þorskafirði, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir 10-15 lóðum á þremur svæðum innan jarðarinnar. Í lýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, efni og umfang breytingarinnar og skipulagsferlið. Lýsinguna má nálgast hér á vef Reykhólahrepps og á skrifstofu hreppsins.

 

Nánari upplýsingar gefa sveitarstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31