Tenglar

17. desember 2014 |

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi á næsta ári

Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir næsta ár gerir ráð fyrir jákvæðri afkomu sem nemur tæplegag 8 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur verði um 403 milljónir króna en rekstrargjöld liðlega 390 milljónir. Áætlunin gerir ráð fyrir auknum skatttekjum á næsta ári en jafnframt talsverðum launahækkunum samkvæmt kjarasamningum. Gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir liðlega 23 milljónir, en þar ber hæst lóðina við Reykhólaskóla.

 

Fjárhagsáætlunin fyrir árið 2015 var samþykkt samhljóða að lokinni síðari umræðu á fundi sveitarstjórnar í fyrradag. Jafnframt var þriggja ára áætlun fyrir árin 2016-2018 samþykkt samhljóða.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31