26. júlí 2012 |
Gestum og gangandi boðið í súpu - hvar er súpa?
Meðal viðburða á Reykhóladögunum eru hádegisheimboð í súpu milli kl. 11.30 og 13 á morgun (föstudag) og á laugardag. Súpubjóðendur á morgun eru Ásta Sjöfn á Grund, Báta- og hlunnindasýningin, Hrefna Jónsdóttir á Hellisbraut 24 og SjávarSmiðjan. Á laugardaginn eru það Báta- og hlunnindasýningin, Björk og Elísabet á Hellisbraut 48, Einar og Hafdís á Reykjabraut 13, Halla Valda á Hellisbraut 52, Herdís Erna á Reykjabraut 1, SjávarSmiðjan og Steinar í Álftalandi.
Allir í súpu!
► Facebooksíða Reykhóladaganna