Tenglar

22. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Geta ekki verið ungar Rögnur og ungir Broddar hér?

Mannskapurinn í íþróttahúsinu á Reykhólum við afhendinguna.
Mannskapurinn í íþróttahúsinu á Reykhólum við afhendinguna.
1 af 2

Guðjón Dalkvist Guðjónsson á Reykhólum (þekktari sem Dalli) fyrir hönd gróðuráburðarins Glæðis færði fyrir nokkru nemendum í 4.-10. bekk Reykhólaskóla badmintonspaða að gjöf. Hann stefnir síðan að því að fjórðubekkingar í skólanum hverju sinni fái spaða. „Þegar ég keypti spaðana hjá TBR [Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur] var mér tjáð, að þeir gæfu fjórðubekkingum sams konar spaða ár hvert. Við Kolfinna [íþróttakennari á Reykhólum] ákváðum að stefna að því sama hér, þ.e. að Glæðir gæfi fjórðubekkingum spaða næstu ár.“

 

Dalli segir að hugmyndin hafi fæðst undir sjónvarpsviðtali við badmintonmeistarann Rögnu Ingólfsdóttur, þar sem hún sagðist hafa fengið spaða að gjöf í skóla. Og hann spyr: „Hvers vegna geta ekki verið ungar Rögnur eða ungir Broddar [Kristjánssynir] hér?“

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar í íþróttahúsinu á Reykhólum þegar ungmennin tóku við spöðunum sínum að viðstöddum íþróttakennurunum Kolfinnu Ýri Ingólfsdóttur og Svanborgu Guðbjörnsdóttur (Lóu á Kambi).

 

bb.is Lífrænn rammíslenskur áburður úr þangi

 

Athugasemdir

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, fstudagur 24 ma kl: 11:31

Frábært framtak, nú er bara að halda uppi badmintonkennslu og nýta íþróttasalinn vel ;)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31