Tenglar

20. apríl 2011 |

Gilitrutt á Reykhólum á sumardaginn fyrsta

1 af 2
Brúðuleikurinn Gilitrutt verður fluttur í íþróttahúsinu á Reykhólum á morgun sem einn liðurinn í Barmahlíðardeginum á sumardaginn fyrsta. Leikbrúðumeistarinn landskunni Bernd Ogrodnik stjórnar brúðunum en leikstjóri er Benedikt Erlingsson. Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur gagnrýnenda og leikhúsgesta. Gilitrutt er nýtt íslenskt leikverk eftir þjóðsögunni um skessuna ógurlegu og bóndakonuna sem vildi sleppa auðveldlega frá skyldum sínum og ábyrgð. Sagan um Gilitrutt á einstaklega vel við núna í samtímanum þegar þjóðfélagið berst við að endurmeta öll sín gildi.

 

Úr umsögnum

  • Fréttablaðið:  ***** Allir sem hér hafa komið að verki eiga ekki aðeins hrós skilið heldur einnig þakkir fyrir að muna að þetta er nálgunin, þetta er sú virðing sem sýna á börnum sem eru í mótun.
  • Menningarþátturinn Víðsjá á Rás eitt: Þegar börn jafnt sem fullorðnir taka andköf af undrun og ánægju er klárlega verið að gera eitthvað rétt.

 

Vefur Brúðuheima

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30