Tenglar

2. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Gísla saga Súrssonar í Reykhólaskóla

Jón Þórðarson ásamt nokkrum af túlkendum sögunnar í hópi nemenda.
Jón Þórðarson ásamt nokkrum af túlkendum sögunnar í hópi nemenda.
1 af 2

Góður gestur kom í heimsókn í Reykhólaskóla í dag. Það var Jón Þórðarson sögumaður og ferðafrömuður á Bíldudal við Arnarfjörð, sem núna er stýrimaður á Gretti, skipi Þörungaverksmiðjunnar. Erindið var að rekja sögu Gísla Súrssonar, en viðburðaríkri ævi hans lauk þegar hann var veginn eftir frækilega vörn á Einhamri í Geirþjófsfirði, einum af innfjörðum Arnarfjarðar. Aðsóknarmenn Gísla voru sextán og felldi hann átta þeirra áður en hann féll sjálfur.

 

Jón Þórðarson kom í fullum skrúða sögualdarmanns, að því frátöldu, að hann var óvopnaður. Margir nemendanna brugðu sér í hlutverk ýmissa af persónum Gísla sögu.

 

Meira um heimsóknina og fleiri myndir á vef Reykhólaskóla.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31